mobile navigation trigger mobile search trigger
23.12.2015

Samið um tryggingar sveitarfélagsins

Fjarðabyggð og Vátryggingarfélag Íslands hafa samið um tryggingar sveitarfélagsins og stofnana til næstu þriggja ára og handssöluðu Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Methúsalem Einarsson samninginn í gær.

Samið um tryggingar sveitarfélagsins

Fjarðabyggð bauð út tryggingar sveitarfélagsins og stofnana í október sl. í samstarfi við Consello vátryggingamiðlun og buðu þrjú tryggingafélög í heildartryggingu sveitarfélagsins.  Vátryggingarfélagið bauð lægst og var ákveðið að ganga til samninga við þá en undangengin 11 ár hefur Sjóvá Almennar annast tryggingarvernd sveitarfélagsins.

Frétta og viðburðayfirlit