mobile navigation trigger mobile search trigger
13.07.2017

Samið við Ísar um stálþil

Í gær var skrifað undir samninga vegna lengingar stálþils við Egersund á Eskifirði.

Samið við Ísar um stálþil
Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Gunnar Jónsson, staðgengill bæjarstjóra og Stefán Guðjónsson, forstjóri Ísar ehf.

Lengingin er um 59 metrar og síðan verður fyllt á bak við það. Útboð á verkinu var í byrjun júnímánaðar og voru tilboð opnuð þann 13. júní sl. Ísar ehf. átti eina tilboðið í verkið og nam það 45.165.500 krónum sem var 108% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 42.000.000.

Í kjölfarið var gengið til samninga við Ísar og voru þeir undirritaðir á bæjarskrifstofunum á Reyðarfirði í gær af þeim Stefáni Guðjónssyni, forstjóra Ísar og Gunnari Jónssyni, staðgengli bæjarstjóra.

Áætlað er að verkinu ljúki þann 1. október 2017.

Fleiri myndir:
Samið við Ísar um stálþil
Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, Gunnar Jónsson, staðgengill bæjarstjóra og Stefán Guðjónsson, forstjóri Ísar að handsali loknu.

Frétta og viðburðayfirlit