mobile navigation trigger mobile search trigger
17.12.2020

Samvinna eftir skilnað - Nýtt úrræði fyrir foreldra

Nýverið var undirritaður samningur við félagsmálaráðuneytið um þátttöku Fjarðabyggðar í tilraunaverkefninu samvinna eftir skilnað. Í verkefninu felst að Fjarðabyggð mun bjóða foreldrum upp á sérhæfða ráðgjöf og stuðning til að takast á við þær breytingar og áskoranir sem algengar eru í kjölfar skilnaðar. Ráðgjöfin mun standa foreldrum sem eru að slíta sambandi til boða og foreldrum sem áður hafa stigið það skref.

Samvinna eftir skilnað - Nýtt úrræði fyrir foreldra

Áætlað er að hægt verði að veita þjónustuna strax á nýju ári. Stutt kynningarmyndband og frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.samvinnaeftirskilnad.is. Áhugasömum er bent á að hafa samband við fjölskyldusvið í tölvupósti á felagsthjonusta@fjardabyggd.is.

Frétta og viðburðayfirlit