mobile navigation trigger mobile search trigger
08.02.2016

Sigur hjá Þróttarastelpum í blakinu

Kvennalið Þróttar fékk nöfnur sínar úr Reykjavíkur Þrótti í heimsókn um helgina.

Sigur hjá Þróttarastelpum í blakinu

Okkar stelpur unnu fyrstu tvær hrinurnar nokkuð létt, gestirnir voru í vandræðum með móttöku og voru varla mættar til leiks. Heimakonur voru í góðri stöðu í þriðju hrinu en of mörg mistök urðu til þess að þær misstu frá sér hrinuna.  Heimkonur unnu svo fjórðu hrinuna og tryggðu sér þannig sigur í leiknum.

Langastigahæst í leiknum var spænski leikmaður Þróttar N. Ana María Vidal með 33 stig en hún skoraði heil 13 stig beint úr uppgjöf. Næst stigahæst var María Rún Karlsdóttir með 16 stig.  Stigahæsti leikmaður Þróttar R. var Sunna Þrastardóttir með 13 stig.

Frétta og viðburðayfirlit