mobile navigation trigger mobile search trigger
29.06.2020

Sigurborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni

Þann 17. júní sæmdi forseti Íslands 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar Íslensku fálkaorðu. Meðal þeirra sem hlaut orðuna að þessu sinni var Sigurborg Einarsdóttir frá Eskifirði, en hún hlut fálkaorðuna fyrir framlag sitt til heilbrigðisþjónustu í heimabyggð.

Sigurborg Einarsdóttir sæmd fálkaorðunni

Sigurborg er fædd á Ísafirði árið 1932. Hún er menntuð ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og starfaði á Eskifirði frá árinu 1963 sem ljósmóðir, héraðshjúkrunarkona og síðar hjúkrunarforstjóri í 34 ár. Sigurborg var einnig ötul í ýmsum trúnaðarstöfum og var m.a. fyrsti formaður ljósmæðrafélags Austurlands árið 1975.

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar þann 22. júní sendi bæjarráð Sigurborgu hamingjuóskir með orðuveitingunna. 

Fjarðabyggð sendir Sigurborgu innilegar hamingju óskir, og þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu heilbrigðismála á svæðinu í áratugi. 

Frétta og viðburðayfirlit