mobile navigation trigger mobile search trigger
07.08.2020

Sjávarútvegskólinn 2020

Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið þetta sumarið.   Í sumar var kennt á fimm stöðum á Austurlandi en um er að ræða verkefni sem unnið er í samstarfi vinnuskóla byggðarlaganna, sjávarútvegsfyrirtækja á Austurlandi,  fyrirtækja tengdum sjávarútvegi auk Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.  Nemendur skólans á Austurlandi eru á aldrinum 13 til 14 ára.

Sjávarútvegskólinn 2020

Skólinn var kenndur í fimm vikur frá 8. júní til 10. júlí.    Samtals sóttu  94 nemendur skólann á Austurlandi.  Kennslufyrirkomulagið var þannig að nemendur fengu bóklega fræðslu í formi fyrirlestra og leikja,  fengu að meta gæði fisks með skynmati og heimsóttu sjávarútvegsfyrirtæki og fyrirtæki tengd sjávarútvegi.  Jafnframt voru björgunarsveitir heimsóttar og nemendur fengu fræðslu um starfsemi bæði sjávarútvegsfyrirtækja og björgunarsveita.  Síðasta kennsludaginn var nemendum boðið upp á pizzuveislu og nemendur útskrifaðir.    Skólinn gekk vel að mati kennara og annara sem að skólanum komu.

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri sendir öllum þeim sem komu að verkefninu sérstakar þakkir fyrir frábært samstarf og þakklæti fyrir stuðninginn.    Vonast er til að framhald verði á verkefninu næsta sumar. 

Sérstaklega ber að þakka  kennurum skólans þeim Lilju Gísladóttur og Arnbjörgu Hlín Áskelsdóttur, fyrir frábæra frammistöðu.    

Skólinn var einnig kenndur á Norðurlandi eystra, í Reykjavík, á Sauðárkróki og í Vesturbyggð og sóttu skólann samtals 394 ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára.    Hér að neðan má skoða  tvö myndbönd  frá Austurlandi og samantekt fyrir landið allt.  

https://www.youtube.com/watch?v=FVcjk_fRgHY

https://www.youtube.com/watch?v=SE9k_zsqnRA

 

Frétta og viðburðayfirlit