mobile navigation trigger mobile search trigger
04.06.2016

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins hafa farið fram í einmuna blíðu. Sjómannadagurinn er í Fjarðabyggð ein stærsta hátíð sumarsins með skipulagðri skemmtidagskrá dagana 2. til 5. júní í Neskaupstað, á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Í boði er m.a. kvennahlaup, sundlaugarpartý, dorgveiðikeppni, hoppukastalar, hópsiglingar, sjósund, unglingaball, bílasýning, myndlistarsýning, og útitónleikar svo eitthvað sé nefnt.

Á laugardagskvöldinu eiga sjómannadagsböllin sviðið. Í Egilsbúð í Neskaupstað leikur fyrir dansi hljómsveitin í Svörtum fötum ásamt Eyþóri Inga, en í Valhöll á Eskifirði halda uppi fjörinu Friðrik Ómars, Regína Ósk, Sigga Beinteins og Hreimur. Friðrik Ómars og félagar verða áður en ballið hefst með útitónleika á Eskjutúni kl. 21:00.

Á sjómannadeginum er messa. Heiðursmerki sjómanna eru veitt og blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna sem farist hafa á hafi úti. Hátíðarhöldunum lýkur svo jafnan á sjómannadagskaffi með alvöru hnallþórum og sætabrauði. 

Sjómannadeginum er ætlað að efla samhug sjómanna, kynna þjóðinni starf þeirra og minnast þeirra sem farist hafa á sjó. Þá eru heiðursmerki jafnan veitt sjómönnum fyrir ýmis konar afrek á sjómannadeginum. 

Kynntu þér skemmtidagskrána í Neskaupstað, á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.

Dagskrá Norðfirði

Dagskrá Eskifirði

Dagskrá Fáskrúðsfirði

Hér að neðan má svo sjá svipmyndir úr sjómannadagssiglingunni á Fáskrúðsfirði og eins og myndirnar bera með sér nutu gestir um borð í Ljósafelliog Sandfelli veðurblíðunnar.

Fleiri myndir:
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð
Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit