mobile navigation trigger mobile search trigger
14.05.2023

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Börnum í 1.-10. bekk í Fjarðabyggð býðst að sækja frítt skáknámskeið dagana 20.-21. maí. Námskeiðið er haldið í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Birkir Karl mun sjá um námskeiðið en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák og hefur fengist við skákkennslu síðastliðin 11 ár.

Birkir hélt skáknámskeið í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nóvember 2022 sem gekk mjög vel.

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Skákiðkun er talin hafa mjög jákvæð áhrif á börn og unglinga, t.d hefur verið sýnt fram á að iðkun skákar bætir verulega námsárangur. (Sjá m.a http://www.parents.com/kids/development/intellectual/benefits-of-chess/)

Hafi barnið áhuga á að sækja námskeiðið þarf að fylla út skráningarform fyrir 17. maí 2023: https://docs.google.com/forms/d/14oxYNyjxEK-wy8OTsKy5gCQcGs6q7ib2qjURR_7IIR8/edit

Ef margir vilja taka þátt þá verður hópnum skipt í tvennt og verður námskeiðið kennt fyrir og eftir hádegi og verður skráning staðfest við alla forráðaaðila þegar skráningarfresti lýkur.

Nánari upplýsingar eru í gegnum holmfridur@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit