mobile navigation trigger mobile search trigger
04.06.2015

Skemmtiferðaskipin snemma á ferðinni í ár

Fyrstu komur skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar í ár voru heldur fyrr en vanalega. Fyrsta skipið lagði að höfn í Fjarðabyggð þann 27. maí sl. Hér má sjá Marco Polo í Eskifjarðarhöfn þegar þetta 820 farþega lúxusskip átti þar viðkomu.

Skemmtiferðaskipin snemma á ferðinni í ár

Síðustu dagarnir í maí voru jafnframt annasamir en frá 27. til 30. dags mánaðarins áttu fjögur skemmtiferðaskip viðkomu, þar af þrjú á Eskifirði og eitt á Norðfirði. Næsta skip er svo væntanlegt um næstu helgi, en þá hefur Sea Explorer boðað komu sína til Norðfjarðar, auk þess sem það mun sigla um Mjóafjörð.

Upplýsingar um skemmtiferðaskipakomur til Fjarðabyggðar eru birtar hér á vef sveitarfélagsins.

Frétta og viðburðayfirlit