mobile navigation trigger mobile search trigger
09.03.2016

Skipan forvarnar- og öryggisnefndar

Í tengslum við samning milli VÍS og Fjarðabyggðar um tryggingar sveitarfélagsins, sem tók gildi 1.janúar sl., var á fundi bæjarráðs 15. febrúar sl. skipuð forvarnar- og öryggisnefnd sem hefur skilgreint hlutverk í forvarnarmálum. 

 

Skipan forvarnar- og öryggisnefndar

Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að efldum forvörnum til að auka öryggi, fækka slysum og tjónum  Nefndin taki reglubundið fyrir á fundum sínum skipulag öryggis- og forvarnarmála, áhættur, forvarnir, tjónayfirlit, ferlamál og tilkynningar, þjónustustig og samskipti vátryggingartaka og vátryggjanda, bótaúrskurði og nýmæli í tryggingarmálum auk verkefna sem útlistuð eru í forvarnarsamstarfi Fjarðabyggðar og VÍS í viðauka I í samningi Fjarðabyggðar og VÍS um tryggingar.  

Nefndin mun funda reglubundið eða að lágmarki annan hvern mánuð í upphafi verkefnisins. Nefndin skal skila á hálfsársfresti greinargerð til bæjarráðs um framvindu forvarnarmála auk þess sem fulltrúi VÍS komi árlega á fund bæjarráðs og fari yfir stöðu mála ásamt því að uppfylla ákvæði viðauka I um forvarnarfræðslu til stjórnenda.

Nefndina skipa

  • Stjórnsýslu og þjónustusvið – forstöðumaður stjórnsýslusviðs
  • Fjölskyldusvið – félagsmálastjóri
  • Grunnskólar – skólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar
  • Leikskólar – skólastjóri Leikskólans Kærabæjar
  • Slökkvilið – slökkviliðsstjóri
  • Framkvæmda-, umhverfis- og veitusvið – sviðsstjóri FUV
  • Fulltrúi frá VÍS situr fundi nefndarinnar

Frétta og viðburðayfirlit