mobile navigation trigger mobile search trigger
22.02.2019

Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn staðfesti tillögur stjórnkerfisnefndar sveitarfélagsins á fundi sínum 21. febrúar 2019 en tillögurnar eru í þremur liðum.  Markmið breytinganna er að ná fram hagræðingu og skilvirkari stjórnsýslu auk þess sem lögð er áhersla á mikilvægi umhverfis- og skipulagsmála. 

Skipulagsbreytingar í stjórnsýslu Fjarðabyggðar

Nýju sviði er bætt við stjórnkerfið sem ber heitið umhverfis- og skipulagssvið. Sviðið verður undir stjórn nýs sviðsstjóra.  Með því eru leyfismál og eftirlit framkvæmda og umhverfismála samþætt skipulagsmálum, sem leggur áherslu á þátt umhverfismála í starfsemi sveitarfélagsins.  

Til að fylgja eftir áherslum í mannauðsstefnu, sem lúta að vinnuvernd og sálfélagslegum þáttum á vinnustöðum, verður ráðinn mannauðsstjóri sem er nýtt starf á stjórnsýslu- og þjónustusviði. Undir starfið falla jafnframt persónuverndarmál.  Með þessu er undirstrikuð áhersla á mikilvægi mannauðsmála en starfsmenn sveitarfélagsins og stofnana eru liðlega 500.

Sameinuð eru störf framkvæmdastjóra hafna og yfirhafnarvarðar í eitt starf sem heyrir undir  framkvæmdasvið.  Daglegur rekstur hafna verður þar með allur í umsjón framkvæmdasviðs.  Bæjarstjóri verður jafnframt hafnarstjóri og ber ábyrgð á starfsemi hafnarinnar með vísan til hafnalaga.

 

 

Frétta og viðburðayfirlit