mobile navigation trigger mobile search trigger
04.03.2019

Skrifað undir samning um byggingu netagerðarbryggju

Í síðustu viku var skrifað undir verksamning við OG Syni / Ofurtólið ehf., vegna verksins "Eskifjörður, netagerðarbryggja þekja 2019".

Skrifað undir samning um byggingu netagerðarbryggju
Þorsteinn Erlingsson og Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri takast í hendur að lokinni undirritun á samningnum

Verkið snýr að því að steypa þekju, kant og polla og ganga frá lögnum fyrir rafmagn og vatn.

OG Synir/Ofurtólið ehf. hefur þegar hafið vinnu við verkið en áætluð verklok eru 1. júní 2019.

Frétta og viðburðayfirlit