mobile navigation trigger mobile search trigger
26.01.2021

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Undanfarið hefur mikið snjóað í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Síðan um helgina hefur verið unnið að snjómokstri í byggðakjörnunum, en mikið magn af snjó hefur gert þá vinnu erfiða og flókna. Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu.

Snjómokstur í Fjarðabyggð

Lögð hefur verið áhersla á að halda opnum helstu stofnleiðum skv. verklagsreglum, en þær húsagötur sem teljast færar eru ekki mokaðar fyrr en lokið hefur verið við mokstur stofnbrauta. Vinna við snjómokstur mun halda áfram á næstu dögum, en einhvern tíma mun taka að ljúka verkinu. Íbúar eru beðnir um að sýna starfsmönnum og tækjum sem sinna snjómokstri tillitssemi og þolinmæði.

Að gefnu tilefni er rétt að benda á að vetrarþjónusta Fjarðabyggðar byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust og kynntar á heimasíðu. Um er að ræða sömu reglur og hafa verið í gildi síðustu ár, en meira umfang var þó sett í snjómokstur í fyrra. Í haust var ákveðið að fylgja reglunum fastar eftir og reyna þannig að ná betri tökum á rekstri vetrarþjónustu hjá sveitarfélaginu. Í reglunum er fjallað um forgangsröðun gatna og fleira sem viðkemur snjómokstri og hálkuvörnum í byggðakjörnum Fjarðabyggðar. Reglurnar, ásamt korti sem sýnir þjónustuflokk gatna, má nálgast hér.

Að lokum eru íbúum færðar þakkir fyrir þá þolinmæði og skilning sem þeir hafa sýnt undanfarna daga.

Frétta og viðburðayfirlit