mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2021

Sorphirða í Fjarðabyggð

Þann 1. apríl nk. munu nýjir aðila taka að sér sorphirðu og önnur verk þeim tengd í Fjarðabyggð. Að afloknu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fjögur fyrirtæki um ólíka hluta sorphirðu og endurvinnslu, og ritað var undir verksamninga þess efnis á dögunum.

Sorphirða í Fjarðabyggð
Frá undirritun samnings um sorphirðu sem fram fór á dögunum

Í útboðinu sem fór fram núna í byrjun ársins 2021 voru sorpmálin boðin út í fjórum hlutum:

  1. Sorphirða.
  2. Akstur á lífrænum úrgangi til Moltu ehf í Eyjafirði.
  3. Þjónusta við söfnunarstöðvar.
  4. Móttaka á endurvinnsluefnum og vinnsla þeirra.

Alls bárust 24 tilboð í ofangreinda verkþætti frá 6 mismunandi aðilum. Niðurstaða útboðsins var sú að samið var við fjóra aðskilda aðila um þessa verkþætti, og í öllum tilfellum var lægsta tilboði í verkið tekið.

  1. Fyrirtækið Kubbur ehf mun annast sorphirðu, safna úrgagni úr tunnum sveitarfélagsins samkvæmt sorphirðudagatali. Ekki verður breyting á tæmingu frá því sem verið hefur og áfram verður tekið sorp á þriggja vikna fresti.
  2. Hringrás EHF mun sjá um akstur á lífrænum úrgangi frá söfnunarstöðum sveitarfélagsins til moltugerðar hjá Moltu EHF.
  3. GS lausnir munu sjá um þjónustu við söfnunarstöðvar Fjarðabyggðar. Í því felst leiga á gámum fyrir allar söfnunar- og móttökustöðvar ásamt losun á gámum á svæðinu.
  4. Terra umhverfisþjónusta mun sjá um móttöku á endurvinnsluefnum úr grænu tunnunni og flokkun þess.

Fjarðabyggð mun síðan sjálft sjá um móttökustöðvarnar í byggðakjörnum Fjarðabyggðar og er stefnan sú að þær verði mannlausar en vaktaðar með myndarvélum.  Móttöku- og söfnunarstöðin á Reyðarfirði verður mönnuð og þar verður hægt að fá aðstoð á öðrum stöðum varðandi flokkun í gegnum síma. Fjarðabyggð mun einnig hafa sjálft umsjón með urðunarstað sveitarfélagsins við Þernunes í Reyðarfirði og þar mun opnunartími verða þrjá daga vikunnar eða samkvæmt nánari samkomulagi ef um sérverkefni er að ræða.

Vegna þessara breytingar þarf að skipta út gámum og sinna viðhaldi og tiltekt á svæðnunum vegan þessara aðilaskipta. Vegna þess þarf að loka söfnunar- og móttökustöðvum Fjarðabyggðar laugardaginn 3. apríl og eins gæti einhver röskun orðið á þjónustu og opnunartíma stöðvanna í næstu viku.

Fjarðabyggð þakkar Íslenska Gámafélaginu fyrir samstarfið á síðustu árum.

Frétta og viðburðayfirlit