mobile navigation trigger mobile search trigger
04.05.2023

Stærsta verkefni Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Sinfóníuhljómsveit Austurlands tókst á við stærsta verkefni sitt til þessa þar sem hún flutti nokkrar af þekktustu perlum kvikmyndatónlistarinnar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hljóðfæraleikararnir voru 45 talsins að þessu sinni og kom stærstur hluti þeirra frá Austurlandi en einnig komu hljóðfæraleikarar frá Norðurlandi og úr Reykjavík.

Stærsta verkefni Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Lék hljóm­sveit­in fræga tónlist eft­ir sum af þekkt­ustu kvik­myndatón­skáld­um sög­unn­ar, þar á meðal Monty Norm­an, John Barry, Nino Rota, Ennio Morrico­ne, Danny Elfm­an og John Williams. Guðmund­ur Óli Gunn­ars­son er stjórn­andi hljóm­sveit­ar­inn­ar, Mart­in Frewer er konsert­meist­ari og Hlín Pét­urs­dótt­ir Behrens sópr­an söng á tón­leik­un­um.

Fullt var út úr dyrum þegar Sinfóníuhljómsveit Austurlands tókst á við stærsta verkefni sitt til þessa þar sem hún flutti nokkrar af þekktustu perlum kvikmyndatónlistarinnar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Hljóðfæraleikararnir voru 45 talsins að þessu sinni og kom stærstur hluti þeirra frá Austurlandi en einnig komu hljóðfæraleikarar frá Norðurlandi og úr Reykjavík.

„Þetta lukkaðist frábærlega. Það var fullt hús, 220 manns og mikið fjör þar sem áhorfendur risu úr sætum í lokin með mikil fagnaðarlæti,“ segir Sóley Þrastardóttir, einn meðlima sveitarinnar. Sveitin flutti þekkta tónlist úr kvikmyndaheiminum, þar á meðal var tónlist eftir Nino Rota úr Guðföðurnum, Ennio Morricone, Danny Elfman og John Williams sem átti sviðið eftir hlé en hann samdi tónlistina við Stjörnustríðsmyndirnar.

Fólk á öllum aldri fjölmennti á tónleikana en 220 manns mættu og var uppselt á þessa frábæru tónleika Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.

Umfjöllun Austurfrétta um tónleikana 

Umfjöllun mbl.is um tónleikana

Frétta og viðburðayfirlit