mobile navigation trigger mobile search trigger
24.05.2024

Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð

Starfsfólk Eskju létu sitt ekki eftir liggja á umhverfisvikunni ,,Vor í Fjarðabyggð" allar deildir fyrirtækisins tóku sig saman og plokkuðu og hreinsuðu til í í sínu nærumhverfi. Bílaplön og vinnusvæðin voru þrifin og allt gert fínt og klárt fyrir sumarið.

Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð
Mynd: Eskja

Í lok dags var svo öllum starfsmönnum Eskju og fjölskyldum þeirra boðið á vorhátíð, þar sem grillaðir voru hamborgara og pylsur fyrir mannskapinn ásamt því að hoppukastalar og fleira voru fyrir börnin.  

Við þökkum starfsfólki Eskju kærlega fyrir þeirra framlag! :)

Hægt er að skoða myndir frávorhátíðinni hér.

Fleiri myndir:
Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð
Mynd: Eskja
Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð
Mynd: Eskja
Starfsfólk Eskju tekur þátt í Vor í Fjarðabyggð
Mynd: Eskja

Frétta og viðburðayfirlit