mobile navigation trigger mobile search trigger
08.05.2023

Sterkur Stöðvarfjörður úthlutar úr frumkvæðissjóði verkefnisins.

Þann 19.apríl var 7.200.000 milljónum úthlutað úr frumkvæðissjóði Sterks Stöðvarfjarðar.

Alls bárust 30 umsóknir og heildarkostnaður verkefna er tæplega 60 milljónir en heildar upphæð umsókna var um 29 milljónir. Í ár fengu 17 verkefni úthlutað styrk úr sjóðnum en þetta er önnur úthlutun verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður.

Sterkur Stöðvarfjörður úthlutar úr frumkvæðissjóði verkefnisins.

Verkefnin sem hlutu styrki eru að vanda fjölbreytt og áhugaverð og verður spennandi að fylgjast með framgangi þeirra.

Formleg úthlutunarathöfn fór fram í Sköpunarmiðstöðinni en þar er nýbúið að endurhanna efri hæð hússins og er útsýnið úr salnum stórkostlegt.

Verkefnið Brothættar byggðir miðar að víðtæku samráði og að virkja þekkingu og getu íbúa byggðarlaga til að móta framtíðarsýn, markmið og lausnir. Enn fremur að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúa og auka vitund þeirra um eigin þátt í þróun samfélagsins.

Styrkhafar

Frétta og viðburðayfirlit