mobile navigation trigger mobile search trigger
22.04.2020

Stígagerð á Eskifirði

Nú er unnið að gerð göngu- og hjólastíga á Eskifirði sem tengja þéttbýlið á Eskifirði við útvistarsvæðið í Hólmanesi.

Stígagerð á Eskifirði

Undanfarin ár hefur verið unnið að því að byggja upp göngustíga í Hólmanesinu sjálfu en nú á vordögum hófst vinna við stígagerð sem tengir þéttbýlið á Eskifirði við svæðið. Þegar þessari vinnu lýkur verður kominn upp örugg tenging þannig að hægt verði að hjóla, eða ganga frá þéttbýlinu á Eskifirði út í Hólmanes, án þess að þurfa að notast við fjölfarna akvegi. 

Fleiri myndir:
Stígagerð á Eskifirði
Stígagerð á Eskifirði

Frétta og viðburðayfirlit