mobile navigation trigger mobile search trigger
01.06.2021

Stjórnvöld auglýsa styrki til orkuskipta

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár. 

Stjórnvöld auglýsa styrki til orkuskipta

Um er að ræða hæstu upphæð sem sjóðurinn hefur úthlutað um árabil og eru megin áherslur nú á ný svið, svo sem þungaflutninga og vinnuvélar. Að auki býður sjóðurinn  stuðning til líf- og rafeldsneytisframleiðslu og orkugeymslna. 

Styrkirnir eru fyrir eftirfarandi verkefni:

  • Verkefni sem minnka verulega eða skipta alveg út jarðefnaeldsneyti í framleiðslugreinum, matvælaiðnaði og sjávarútvegi, t.d. olíunotkun í þurrkurum, í dísilvélum eða við bræðslu.
  • Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla og orkugeymslur. Gögn sem fylgja styrkhæfu verkefni verða að sýna fram á notkun við raunverulegar aðstæður.
  • Stuðningur við kaup á vistvænum sendibílum eða flutningabílum eða til uppbyggingar innviða sem stuðla að notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir slík farartæki
  • Stuðningur við kaup á vinnuvélum sem nota endurnýjanlegt eldsneyti.
  • Styrkirnir til orkuskipta geta numið að hámarki 33% af áætluðum stofnkostnaði.

Við hvetjum fyrirtæki til að kynna sér málið betur á vef Stjórnarráðsins með því að smella hér.

Frétta og viðburðayfirlit