mobile navigation trigger mobile search trigger
14.01.2017

Stór dagur í Oddsskarði

Afnot af nýjum snjótroðara voru formlega veitt í blíðskaparveðri í dag.

Stór dagur í Oddsskarði
Páll veitir Ómari afnot af troðaranum

Blíðskaparveður var í Oddsskarði í dag þegar Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, veitti Ómari Skarphéðinssyni, rekstraraðila Oddsskarðs, formlega afnot af nýjum snjótroðara.

Athöfnin fór fram á viðeigandi hátt. Páll kom akandi á troðaranum, steig út og voru afnotin veitt með handsali. Því næst var skrifað undir samning vegna afnotanna í skíðaskálanum.

Nýi troðarinn leysir tíu ára gamlan troðara af hólmi. Sá nýi er sama módel og sá gamli en mun betur búinn og afkastameiri. Hann er búinn allri nýjustu tækni, bæði að innan og utan og má segja að um stóran dag hafi verið að ræða.

Það var afar viðeigandi að afhendingin skyldi fara fram á þessum degi þar sem þetta var fyrsti opnunardagur skíðasvæðisins í vetur. Fjöldi fólks var kominn í brekkurnar alsæll með að loksins væri kominn nægur snjór

Fleiri myndir:
Stór dagur í Oddsskarði
Valdimar O. Hermannsson bæjarfulltrúi, Ómar Skarphéðinsson rekstraraðili skíðasvæðisins, Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Bjarki Á. Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Stór dagur í Oddsskarði
Bæjarstjóri við stýrið
Stór dagur í Oddsskarði
Skrifað undir samninga

Frétta og viðburðayfirlit