mobile navigation trigger mobile search trigger
16.03.2016

Stóra upplestrarkeppnin

Tólf nemendur úr grunnskólum Fjarðabyggðar kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni, sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðinni Eskifirði í dag.

Stóra upplestrarkeppnin
Þátttakendur frá Fjarðabyggð voru 12 talsins.

Keppnin var bæði spennandi og jöfn og eiga allir þátttakendur lof skilið fyrir frábæran árangur.

Frá Grunnskóla Eskifjarðar mættu til leiks Damian Kristinn Sindrason, Henný Gígja Guðbjörnsdóttir og Valgeir Örn Wilhelmsson. Frá Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar komu Heiðbert Óli Jóhannsson og Malen Valsdóttir. Frá Nesskóla voru Ester Jónsdóttir, Oddur Óli Helgason, Ólafía Ósk Svanbergsdóttir og Hafsteinn Smári Guðjónsson frá Mjóafirði og frá Grunnskóla Reyðarfjarðar voru þeir Árni Þorberg Hólmgrímsson, Jónas Þórir Þrastarson og Mikael Þór Jóhannsson.

Leikar fóru svo að í Hafsteinn Smári var í 1. sæti, Mikael Þór í 2. sæti og Henný Gígja í 3. sæti og er þeim óskað innilega til hamingju

Textaskáld keppninnar, sem er sú 15. í röðinni, var að þessu sinni Bryndís Björgvinsdóttir og var lesið upp úr bók hennar Flugan sem stöðvaði stríðið. Ljóðaskáld keppninnar var Guðmundur Böðvarsson.

Þessi skemmtilega lestrarhátíð hófst á setningu, sem Jarþrúður Ólafsdóttir, hjá Skólaskrifstofu Austurlands, fórst vel úr hendi með góðri aðstoð 4. bekkjar Grunnskóla Eskifjarðar. Þá flutti Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hvatningarorð. Kynnir var Magnús Stefánsson.

Um tónlistaratriði sáu nemendur úr Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar, þau Svanhildur Sól Sigurbjarnardóttir og Kristján Ingvar Ómarsson, við undirleik Gillian Haworth.

Það var svo Ingibjörg Einarsdóttir, formaður dómnefndar, sem afhenti verðlaunin í hátíðarlok.

Hér að neðan má m.a. sjá þá sem urðu hlutskarpastir í Stóru upplestrarkeppninni. Ljósmyndir tók Gaui Halldórs.

Fleiri myndir:
Stóra upplestrarkeppnin
Hafsteinn Smári Guðjónsson, varð í 1. sæti.
Stóra upplestrarkeppnin
Mikael Þór Jóhannsson varð í öðru sæti.
Stóra upplestrarkeppnin
Henný Gígja Guðbjörnsdóttir, varð í þriðja sæti.
Stóra upplestrarkeppnin
Þátttakendur fagna með sínum hætti að keppni lokinni.

Frétta og viðburðayfirlit