mobile navigation trigger mobile search trigger
06.02.2021

Styrkir til menningarmála 2021

Menningar- og nýsköpunarnefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til mennignarmála fyrir fjárhagsárið 2021. Markmið menningarstyrkja er að styðja við og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.

Styrkir til menningarmála 2021

Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn, en verkefni verða að hafa skýra tengingu við Fjarðabyggð. Gjaldgeng eru verkefni sem fara fram í Fjarðabyggð, fela í sér kynningu á menningarstarfsemi í Fjarðabyggð eða ef umsjónarmenn eða listamenn hafa búsetu í Fjarðabyggð.

Ekki eru veittir styrkir til náms, reksturs eða viðhalds húsnæðis. 

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Sótt er um rafrænt á vefn Fjarðabyggðar í gegnum íbúagátt. Eyðublað má finna undir: Umsóknir - Umsókn um styrk til menningarstarfsemi.

Úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar með því að smella hér.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Jóhansson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar í síma 894-4321 eða á netfanginu johann.johansson@fjardabyggd.is 

Frétta og viðburðayfirlit