mobile navigation trigger mobile search trigger
08.07.2020

Sumarfrístund Fjarðabyggðar

Í síðustu viku lauk fimm vikna sumarfrístund í Fjarðabyggð en rúmlega 100 börn úr öllum byggðarkjörnum í Fjarðabyggð tóku þátt.

Sumarfrístund Fjarðabyggðar

Sumarfrístundin er nýtt verkefni á vegum fjölskyldusviðs þar sem 6-9 ára gömlum börn fá tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni og skemmta sér saman undir handleiðslu fagmanna. Sumarfrístundin byggist aðallega á útiveru, leikjum og fjöri en ýmislegt var brallað þessar fimm vikur t.d. var farið í leiki, fyrirtæki og söfn heimsótt, hjólatúrar, sundferðir, fjöruferðir, farið að vaða og spókað sig um í sólinni. Viljum við sérstaklega þakka foreldrum fyrir frábært samstarf síðustu vikur.

Bestu Kveðjur Starfsfólk Sumarfrístindarinnar í Fjarðabyggð.

Frétta og viðburðayfirlit