mobile navigation trigger mobile search trigger
07.02.2024

Takmarkaður opnunartími Stefánslaugar á Norðfirði

Eins og frá var greint á mánudag ákvað bæjarráð að takamarka opnunartíma Stefánslaugar á Norðfirði vegna skerðingar á orku til fjarvarmaveitna. Fyrir liggur að kostnaður við að kynda sundlaugina með viðarperlum og olíu, eins og nú er gert, er umtalsverður. Nýr opnunartími er gerður í samráði við sundeild Þróttar. 

Takmarkaður opnunartími Stefánslaugar á Norðfirði

Heitir pottar og gufubað verða áfram opinn samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Til að byrja með verður áfram óbreytt opnun um helgar, en verið er að meta hvort þörf verður á að breyta einnig opnunartíma þá.

Opnunartími er birtur með þeim fyrirvara að hann getur tekið breytingum á með skerðingunni varir.

Nýr opnunartími tekur gildi frá og með mánudeginum 12. febrúar verður sem hér segir:

Mánudaga 07:00 – 09:00 og 12:30 – 14:00

Þriðjudaga 07:00 – 09:00 og 12:30 –  18:00

Miðvikudaga 07:00 – 09:00 og 12:30 – 14:30

Fimmtudaga 07:00 – 09:00 og 12:30 – 17:30

Föstudaga 07:00 – 09:00 og 14:10 – 15:30

Gera má ráð fyrir að þessar ráðstafanir geti staðið út apríl mánuð.

Hefðbundinn opnunartími er í sundlaug Eskifjarðar.

Frétta og viðburðayfirlit