Við fengum góða gesti á dögunum, þegar Cato Guhndeldt, rithöfundur og Bernard M. Pausett, kvikmyndagerðamaður, komu í heimsókn til Fjarðabyggðar.
31.08.2023
Vera 330 sveitar norska hersins á Íslandi

En þeir eru að vinna að bók og heimildarmynd um dvöl norskrar flugsveita sem dvöldust á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni og meðal annars hér á Reyðarfirði eða Búðareyri.
Þeir dvöldu í Fjarðabyggð í tvo daga og heimsóttu Íslenska stríðsárasafnið á Reyðarfirði einnig fóru þeir um kynntu sér helstu kennileyti og heimsóttu Vattarnes þar sem ein af vélum sveitarinnar fórst.
Ferð sína enduðu þeir svo á heimsókn á bæjarskrifstofunni og hittu Jónu Árný Þórðardóttir bæjarstjóra, og kynntu fyrir henni efnistök bókarinnar og heimildarmyndarinnar.