mobile navigation trigger mobile search trigger
08.04.2016

Þekkingarsamfélag á Austurlandi í mótun

Tilkynnt var um stofnun starfshóps á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem verður falið að gera tillögur að uppbyggingu þekkingarsamfélags á Austurlandi, á afmælismálþingi sambandsins sem fram fór í Egilsbúð í Neskaupstað nýlega.

Þekkingarsamfélag á Austurlandi í mótun

Málþingið fór fram í tilefni af 50 ára afmæli SSA og voru á meðal fyrirlesara Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri (HA), Sæunn Stefánsdóttir, forstöðukona Stofnunar rannsóknarsetra HA, Kristín Ágústsdóttir, forstöðukona Náttúrustofu Austurlands og Guðrún Áslaug Jónsdóttir, yfirverkefnastjóri háskólanáms og rannsókna hjá Austurbrú.

Aðalfyrirlesari málþingsins var síðan Frank Rennie, prófessor í sjálfbærri þróun í dreifbýli við University of Highlands and Islands í Skotlandi, en rannsóknir hans hafa einkum beinst þýðingu nettenginga fyrir sjálfbæra uppbyggingu landsbyggða.

Enn fremur var gengist fyrir sérstakri málstofu um svæðisskipulag með Hrafnkeli Á. Proppe, svæðisskipulagsstjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Undir lok málþingsins var greint starfshópnum sem skipaður verður vegna uppbyggingar þekkingarsamfélags á Austurlandi, auk viljayfirlýsingar um myndun fagráðs honum til stuðnings. Verður starfshópnum falið að skilgreina þrjú verkefni á þessu mikilvæga uppbyggingarsviði sem ráðist verður í að næstu fimm árum.

Aðild að SS eiga öll átta sveitarfélögin á starfssvæði landshlutasamtakanna, sem nær frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Verkefnum SSA hefur fjölgað á undanförnum árum, ekki síst með tilkomu samnings um sóknaráætlun.F

50 ára afmælismálþing SSA - fréttatilkynning (pdf)

Sjá myndir af málþinginu (ljósm. Andrés Skúlason)

Frétta og viðburðayfirlit