mobile navigation trigger mobile search trigger
01.04.2016

Þráðurinn tekinn upp að nýju

Tökur vegna Fortitude 2 hefjast að nýju nú eftir helgi. Þessi síðari tökulota stendur yfir dagana 6. til 22. apríl. 

Þráðurinn tekinn upp að nýju
Dennis Quaid er einn af nýju aðalleikurunum í annarri þátttaröðinni af Fortitude.

Pegasus hefur gefið út tökuáætlun sem nær til 12. apríl og greinir frá þeim stöðum þar sem vænta má þess að tafir verði á umferð.

Áætlunin er gerð með fyrirvara um hagstæð veðurskilyrði. Þeir sem vilja geta kynnt sér hana hér að neðan, en tilkynningar verða einnig birtar hér á vef og á Fasbók Fjarðabyggðar fyrir hvern tökudag.

Beðist er velvirðingar af hálfu Pegasus á þeim óþægindum sem tökur kunna að valda, ekki hvað síst í umferðinni. Að sögn Bergsveins Jónssonar, tökustjóra, er tökulið ásamt leikurum afar þakklátt fyrir skilning og þolinmæði í sinn garð.

Fortitude-tökur apríl 2016 (pdf)

Frétta og viðburðayfirlit