mobile navigation trigger mobile search trigger
10.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. apríl

Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því 8 í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel. Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því 5 á Austurlandi. Í sóttkví eru 28 sem þýðir örlitla fjölgun, en á sama tíma og einhverjir hafa lokið sinni sóttkví hafa aðeins fleiri bæst við. Það er fólk er kom erlendis frá og fór í sóttkví í samræmi við reglu. 

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 10. apríl

Engar tilkynningar hafa borist um smit hjá þeim fimmtán hundruð sem skimaðir voru um síðustu helgi og á mánudag. Formlegrar niðurstöðu er beðið. Aðgerðastjórn á Austurlandi áréttar við alla íbúa að gæta að sóttvörnum sem fyrr og fylgja öllum leiðbeiningum í hvívetna. Verum árvökul.

Frétta og viðburðayfirlit