mobile navigation trigger mobile search trigger
13.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. nóvember

Ekkert virkt COVID smit er nú á Austurlandi líkt og verið hefur frá 9. nóvember sl. Fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnareglum voru kynntar hjá heilbrigðisráðherra í dag og munu þær breytingar taka gildi nk. miðvikudag 18. nóvember. Næstu daga eru því reglurnar óbreyttar. Aðgerðastjórn vill því minna á að við verðum að halda áfram að fara eftir settum reglum, sýnum aðgát eins og við höfum gert svo vel hingað til og verum þolinmóð.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 13. nóvember

Aðgerðastjórn mun nú senda út tilkynningar á þriðjudögum og föstudögum nema eitthvað sérstakt komi upp mun hún senda frá sér oftar tilkynningar.

Við höfum til þessa í sameiningu bæði gengið, öslað, arkað, róið og siglt – höldum því endilega áfram

Frétta og viðburðayfirlit