mobile navigation trigger mobile search trigger
11.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. desember

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn minnir á aðvaranir sóttvarnalæknis um að staða COVID mála sé viðkvæm, sér í lagi nú með þeim ys og þys sem fylgir undirbúningi jóla. Hún hvetur því til að sá þröngi vegur sem framundan er verði fetaður af ýtrustu hægð og varúð. Þannig komumst við í sameiningu ósködduð yfir hátíðarhjallann sem bíður og inn í nýtt ár. Njótum þess að eiga lágstemmdan og notalegan jólaundirbúning með okkar nánustu.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 11. desember

Frétta og viðburðayfirlit