mobile navigation trigger mobile search trigger
14.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. október

Ekkert smit er nú skráð á Austurlandi. Aðgerðastjórn hefur síðustu mánuði sent tilmæli til íbúa, ábendingar, áréttingar, hvatningar og allskonar. Öllu slíku hafa þeir tekið vel og með stóiskri ró og yfirvegun. Fyrir það er hún þakklát.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 14. október

Aðgerðastjórn bregður nú lítillega út af vananum og lætur Stefáni Bragasyni hirðskáldi hennar eftir sviðið með brýningu hér að neðan. Hún getur þó ekki með öllu stillt sig um að nefna til viðbótar, verandi sú sem hún er, að handþvottur er mikilvægur ekki síður en sprittnotkun, fjarlægðarmörk og gríma.

Eystra greinist ekkert smit,

aðeins fimm í veirukví.

Ég held að núna væri vit

að versla spritt og fagna því.

(Stefán Bragason)

Frétta og viðburðayfirlit