mobile navigation trigger mobile search trigger
27.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. október

Engin COVID smit eru nú á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til þess sem fyrr að ferðalög milli landsvæða verði einungis farin af brýnni þörf. Fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu er skýr vísbending um að staðan er enn mjög viðkvæm og eins smit er upp hafa komið vegna ferðalaga milli landshluta. Því er biðlað meðal annars til rjúpnaveiðimanna í aðdraganda veiðitímabilsins er hyggja á ferðir til Austurlands að fara hvergi þetta árið heldur halda sig í heimabyggð. Gætum að okkur og gerum það saman

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. október

Frétta og viðburðayfirlit