mobile navigation trigger mobile search trigger
27.09.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. september

Nú eru tvö virk smit meðal fólks með lögheimili á Austurlandi, þar sem eitt smit greindist í gær. Fyrir var hér eitt landamærasmit, en sá sem greindist í gær býr og heldur sína einangrun í öðrum landshluta og smitrakning gekk vel.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 27. september

Aðgerðastjórn á Austurlandi vekur athygli á áhyggjum almannavarnadeildar RLS um ástand COVID mála á höfuðborgarsvæðinu þar sem bylgja smita hefur risið. Mikils er því um vert að þeir sem þurfa þangað hugi sérstaklega að einstaklingsbundnum smitvörnum og ekki síður að varkárni sé gætt þegar komið er þaðan.  

Gætum að eigin smitvörnum og höldum áfram að gera þetta saman. 

Frétta og viðburðayfirlit