mobile navigation trigger mobile search trigger
03.11.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. nóvember

Tveir einstaklingar eru með COVID smit í fjórðungnum og báðir í einangrun. Aðgerðstjórn vekur athygli á að þó svo virðist sem fjöldi smita sé heldur í rénun á höfuðborgarsvæðinu og vísbendingar um að tök séu að nást á ástandinu, þá er enn mikið um smit utan þess og í næstu fjórðungum sem veldur áhyggjum. Íbúar því hvattir til að fara varlega og ferðast ekki nema af brýnni nauðsyn.

 

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 3. nóvember

Athygli er og vakin á að ef við höfum einkenni smits er nú hægt að leita eftir sýnatöku í fjórðungnum gegnum vefinn „heilsuvera.is“. Gæta skal að því að í slíkri stöðu erum við í raun komin í sóttkví og þurfum þar af leiðandi að halda okkur fjarri öðrum meðan niðurstöðu úr sýnatöku er beðið. Um allt að sólarhring er að jafnaði að ræða og honum vel varið í ljósi aðstæðna.

Gerum þetta saman.

Frétta og viðburðayfirlit