mobile navigation trigger mobile search trigger
07.10.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. október

Staðan er enn óbreytt á Austurlandi, einn er í einangrun vegna smits. Aðgerðastjórn veit til þess að margir eru áhugasamir um að færa sig milli landshluta í ljósi ástands á höfuðborgarsvæðinu. Því áréttar hún þau tilmæli sóttvarnayfirvalda um að ferðast alls ekki frá höfuðborginni út á land nema nauðsyn beri til. Í þeim tilvikum sem fólk telur það nauðsynlegt að gæta þá sérstaklega að sér í samskiptum við aðra og halda sig til hlés næstu fjórtán daga eftir komu á Austurland. Aðeins þannig, meðan aðrar ráðstafanir hafa ekki verið gerðar, getum við með góðu móti tryggt að smit berist ekki á milli.

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 7. október

Aðgerðastjórn ítrekar áskorun sína frá í gær sama efnis og undirstrikar að veiðiferðir, vinnustaðaferðir og fleira því um líkt teljast ekki til brýnna erinda eins og sakir standa. Óskar aðgerðastjórn eftir að þessi tilmæli hennar sem önnur séu virt. 

 Gerum þetta saman sem fyrr, hvar á landinu sem við búum.

Frétta og viðburðayfirlit