mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2020

Tinna Rut Þórarinsdóttir er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Tinna Rut Þórarinsdóttir er tvítug blakkona sem er uppalin hjá Þrótti Neskaupstað en hún hefur æft blak frá sex ára aldri og hefur spilað sérstaklega vel með meistaraflokki Þróttar síðustu keppnistímabil.

Tinna Rut Þórarinsdóttir er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Tinna Rut er auk þess landsliðskona og var hún t.a.m í A-landsliðshópn­um sem mætti Slóven­íu og Belg­íu í í und­an­keppni EM á síðasta ári. Tinna er mikil og góð fyrirmynd annarra iðkenda, öflug og samviskusöm.

Í vor skrifaði Tinna Rut undir samning við Lindesberg Volley í Svíþjóð og hefur leikið stórt hlutverk með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni í haust.

Tinna var því eðlilega ekki heima í Neskaupstað þegar íþrótta- og frístundastjóri bankaði upp á hjá henni í morgun til að tilkynna henni um úrslitin og færa henni verðlaunagripina. Við verðlaununum tóku foreldrar hennar þau Sigríður Þrúður og Þórarinn. 

Þau sem tilnefnd voru til íþróttamanns Fjarðabyggðar 2020 voru auk Tinnu Rutar:

Arakdiusz Jan Grzelak - Knattspyrnumaður Leikni

Birkir Óskarsson - Knattspyrnumaður Val

Elísabet Eir Hjálmarsdóttir - Knattspyrnukona Leikni

Freyja Karín Þorvarðardóttir - Knattspyrnukona Þrótti

Jakob Kristjánsson - Skíðamaður Skíðafélag Fjarðabyggðar

Kjartan Már Garski Ketilsson - Glímumaður Val

Viktor Ívan Vilbergsson - Frjálsíþróttamaður Leikni

Tómas Atli Björgvinsson - Knattspyrnumaður Austra

Þórarinn Örn Jónsson - Blakmaður Þrótti

Íþrótta- og tómstundanefnd velur Íþróttamann Fjarðabyggðar árlega. Nefndin kom saman þann 10. desember sl. og kaus en bæði aðal- og varamenn í nefndinni hafa atkvæðisrétt í valinu.

Fjarðabyggð óskar Tinnu Rut til hamingju með nafnbótina íþróttamaður Fjarðabyggðar og óskar þeim íþróttamönnum sem tilnefndir voru, sem og öðrum íþróttamönnum í Fjarðabyggð, velfarnaðar á komandi íþróttaári.

 

Fleiri myndir:
Tinna Rut Þórarinsdóttir er Íþróttamaður Fjarðabyggðar 2020

Frétta og viðburðayfirlit