mobile navigation trigger mobile search trigger
28.10.2019

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019 voru afhentar föstudaginn 25. október við hátíðlega athöfn í Randulfssjóhúsi á Eskifirði. Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri og Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs, sáu um afhendingu viðurkenninganna. Við það tækifæri fóru þau yfir mikilvægi þess að veita verðlaun þeim sem standa sig vel í umhverfismálum, slíkt er okkur öllum hvatning til góðra verka.

Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019

Þetta er í fjórða sinn sem Fjarðabyggð veitir umhverfisviðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli, dreifbýli og fyrirtækis. Komin er á hefð hjá umhverfis- og skipulagssviði Fjarðabyggðar að afhenda viðurkenningarnar, við hátíðlega athöfn, á síðasta degi sumars. Ferlið er þó þannig að óskað er eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir snyrtilegustu lóðirnar í byrjun ágúst ár hvert. Dómnefnd vinnur úr þessum tilnefningum í lok ágúst og byrjun september.

Í ár bárust alls 15 tilnefningar til verðlaunanna og urðu eftirfarandi hlutskarpastir:

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð í þéttbýli hlutu hjónin Friðrika Björnsdóttir og Þorvaldur Einarsson, Fossgötu 6, Eskifirði. Umsögn dómnefndar: Afar fallegur garður með fjölbreyttu plöntuvali, ásýnd lóðar er til fyrirmyndar í alla staði. Garðurinn er falin perla.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð í dreifbýli hlaut Golfklúbbur Byggðarholts á Eskifirði. Umsögn dómnefndar: Umgjörð vallar er falleg og stílhrein og húsin fallega uppgerð. Einstaklega fallegt íþróttamannvirki.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis hlaut Steinasafn Petru á Stöðvarfirði. Umsögn dómnefndar: Einstaklega fallegt svæði, þar sem öllu er vel við haldið. Metnaður, vinnusemi og snyrtimennska lýsa vel starfseminni. Yndisgarður Fjarðabyggðar.

Fleiri myndir:
Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019
Golfklúbbur Byggðarholts
Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019
Fossgata 6
Umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2019
Steinasafn Petru

Frétta og viðburðayfirlit