mobile navigation trigger mobile search trigger
02.07.2020

Undirbúningur fyrir malbikun við Skólaveg að hefjast

Á næstunni mun hefjast undirbúningur fyrir malbikun á Skóalvegi á Fáskrúðsfirði. Í framhaldið af því verður hafist handa við að leggja malbik á götuna og stefnt að því að verkinu verði lokið í lok júlí.

Undirbúningur fyrir malbikun við Skólaveg að hefjast

Framkvæmdirnar við Skólaveg hafa verið afar umfangsmiklar undanfarinn ár, en nú sér loks fyrir endann á þeim. Fljótlega munu tæki mæta á svæðið og hefja undirbúning fyrir malbikun, sem mun hefjast í framhaldi af því og er stefnt að því að ljúka henni fyrir lok júlí ef aðstæður leyfa.

Íbúum á Fáskrúðsfirði er hér með fært þakklæti fyrir mikla þolinmæði og umburðarlyndi undanfarinn ár á meðan þessum framkvæmdum hefur staðið.

Frétta og viðburðayfirlit