mobile navigation trigger mobile search trigger
16.11.2016

Undirskriftalistar kennara afhentir

Fulltrúar grunnskólakennara í Fjarðabyggð afhentu Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, undirskriftir sem safnast hafa á landinu öllu vegna kjaramála kennara.

Undirskriftalistar kennara afhentir
Svanhvít Yngvadóttir afhenti bæjarstjóra undirskriftalistana.

Um þrjú þúsund undirskriftir söfnuðust sem samsvarar rúmlega 60% starfandi kennara hér á landi, ásamt 200 undirskriftum kennaranema.

Afhendingin fór fram á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar sl. föstudag og fylgdu tæplega 30 grunnskólakennarar málinu eftir f.h. kennara í Fjarðabyggð.

Áður en bæjarstjóri tók við undirskriftunum las Svanhvít Yngvadóttir, kennari við Grunnskóla Eskifjarðar, upp kröfugerð kennara. Krafist er þess í meginatriðum, að brugðist verði við því ástandi sem skapast hefur í skólamálum vegna óánægju kennara með kjör sín.

Frétta og viðburðayfirlit