mobile navigation trigger mobile search trigger
16.10.2015

Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin

Samningar hafa tekist með Fjarðabyggð og Héraðsverki um framkvæmdir vegna ferðamannastaðar við Helgustaðarnámu.

Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin
Guðmundur Elíasson, Páll Björgvin Guðmundsson, Þuríður Ingólfsdóttir og Viðar Gunnlaugur Hauksson.

Auk göngustígagerðar og yfirborðsfrágangs, felur verkið í sér aðstöðuhús með salerni, bílastæðisgerð, pallasmíði, skiltamerkingar og uppsetningu á varnargirðingum við námu og námuop. Þá munu grjóthleðslur, þökulagðar með úthagatorfi, prýða áningarstað Helgustaðarnámu, sem verður lagður náttúrugrjóti og með borðum og bekkjum fyrir gesti staðarins.

Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra, eru framkvæmdirnar liður í uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar í Fjarðabyggð. Afar ánægjulegt sé að framkvæmdir séu loks að hefjast við þessa sögufrægu námu, sem er með þekktustu silfurbergsnámum í Evrópu.

Um hönnun ferðamannastaðarins sáu Landmótun og Mannvit. Framkvæmdin hlut styrk um framkvæmdasjóð Ferðamannastaða. Þá fjármagnar Umhverfisstofnun göngustíg frá áningarstað að námunni að stórum hluta.

Verksamning vegna framkvæmdanna var nýlega undirritaður af Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra og Þuríði Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Héraðsverks. Viðstaddir voru einnig Guðmundur Elíasson, mannvirkjastjóri Fjarðabyggðar og Viðar Gunnlaugur Hauksson, stjórnarformaður Hérðasverks.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki 31. maí á næsta ári.

Fleiri myndir:
Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin
Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin
Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin

Frétta og viðburðayfirlit