mobile navigation trigger mobile search trigger
14.06.2015

Upplýsingamiðstöð Fjarðabyggðar á Stöðvarfirði

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn hefur verið staðsett með góðum árangri í Brekkunni á Stöðvarfirði undanfarin ár. Hér má sjá Ástu Snædísi Guðmundsdóttur og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra, undirrita samning um áframhaldandi rekstur miðstöðvarinnar þar.

Upplýsingamiðstöð Fjarðabyggðar á Stöðvarfirði
Ásta Snædís Guðmundsdóttir og Páll Björgvin Gúðmundsson undirrita samning um áframhaldandi rekstur Upplýsingamiðstöðvar Fjarðabyggðar á Brekkunni á Stöðvarfirði, f.h. samningsaðila.

Upplýsingamiðstöðin er opin alla daga, allan ársins hring. Mikill fjöldi ferðamanna sækir Stöðvarfjörð heim á ári hverju og má með þessu fyrirkomulagi tryggja aðgengi þeirra að ferðaupplýsingum óháð árstíma. Með vaxandi fjölda ferðamanna að vetri til, er mikilvægt að slíkt aðgengi sé til staðar, ekki hvað síst með tilliti til öryggis.

Upplýsingamiðstöðin mun á sumrin njóta liðsinnis Gestastofu Fjarðabyggðar, sem tók til starfa í samkomuhúsinu á Stöðvarfirði sl. föstudag, enda er fjöldi ferðamanna enn langmestur á þeim tíma ársins. Gestastofan mun þó aðallega veita almennar upplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni.

Í Brekkunni kennir margra grasa. Auk upplýsingamiðstöðvarinnar er þar lítil dagvöruverslun, vetingarekstur, gjafavöruverslun, frímerkjasala og sjoppa, svo að það helsta sé nefnt. Á heildina litið má því leggja fjölbreytta starfsemina að jöfnu við litla þjónustumiðstöð eða „örkringlu“.

Frétta og viðburðayfirlit