mobile navigation trigger mobile search trigger
06.01.2017

Varað við hættu á sinubruna

Slökkvilið Fjarðabyggðar vill koma því á framfæri, að varhugavert getur verið að skjóta upp flugeldum í tilefni af þrettándanum vegna sérstakra aðstæðna. Jörð er mikið til auð og víða er þurr sina og gróður.  

Varað við hættu á sinubruna
Illviðráðanlegur eldur getur hæglega kviknað út frá glóð eða neistum við núverandi aðstæður. (Ljósm. úr myndasafni mbl.is)

Við aðstæður sem þessar getur auðveldlega kviknað eldar út frá glóð eða neistum frá flugeldum, blysum eða öðrum neistagjöfum.

Íbúar eru því eindregið hvattir til að fara varlega með skotelda og huga jafnframt vel að eldhættu, því eldur í gróðri getur hæglega borist í hús eða önnur mannvirki.

Frétta og viðburðayfirlit