mobile navigation trigger mobile search trigger
03.12.2020

Vetrarþjónusta Fjarðabyggðar - Verklagsreglur

Nú þegar fyrsta alvöru lægð vetrarins gengur yfir er ekki úr vegi að fara aðeins yfir þá þjónustu sem Fjarðabyggð sinnir varðandi snjómokstur og hálkuvarnir. Vetrarþjónustan byggir á verklagsreglum sem samþykktar voru í haust. Í reglunum er fjallað um forgangsröðun gatna og fleira sem viðkemur snjómokstri og hálkuvörnum í byggðakjörnum Fjarðabyggðar.

Vetrarþjónusta Fjarðabyggðar - Verklagsreglur

Þjónustu- og framkvæmdamiðstöð Fjarðabyggðar hefur umsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum og gangstéttum í þéttbýliskjörnum. Þjónustan miðar að því að halda opnum helstu stofn- og tengibrautum, strætisvagnaleiðum og aðgengi að neyðarþjónustu eins og kostur er. Í þeim tilvikum sem veðurútlit er slæmt, verða gefnar út tilkynningar á Facebook síðu og á vef Fjarðabyggðar um hvenær megi búast við opnun gatna og stíga. 

Gönguleiðum og götum Fjarðabyggðar er skipt niður í þrjá þjónustuflokka og unnið samkvæmt verklagsreglum sem samþykktar voru í haust. Vetrarþjónusta verklagsreglur. Sjá má kort af bæjakjörnunum þar sem þessir flokkar eru sýndir, auk frekari upplýsinga um snjómokstur og hálkuvarnir, með því að smella hér.

Þjónustuflokkar fyrir snjómokstur gönguleiða eru þessir:

 1. Þjónustuflokkur
  Stofnstígar (rauðir) – leiðir milli hverfa og að skólum og helstu stofnunum.
  Stofnstígar, s.s. göngu- og hjólastígar milli hverfa fá forgang í hreinsun og þegar hreinsun þeirra er lokið eru hreinsaðar helstu leiðir sem liggja að skólum, leikskólum, strætisvagnabiðstöðvum og helstu stofnunum þéttbýliskjarna.
 2. Þjónustuflokkur
  Stofn- og tengistígar (gulir)
  Liggja um hverfi og eru þjónustaðir eftir að mokstri lýkur í Þjónustuflokki 1, þegar veður og aðstæður eru góðar.
 3. Þjónustuflokkur
  Tengistígar og aðrir stígar (grænir)
  Liggja um fáfarin hverfi og utan byggðarkjarna og eru einungis þjónustaðir þegar langtíma veðurútlit er gott. 

                                                                                                                              
Til að draga úr hálku á helstu gönguleiðum er notast við saltblandað malarefni.
Leitast er við að nota efnið í eins litlu magni og mögulegt er.

Þjónustuflokkar fyrir snjómokstur gatna:

 1. Þjónustuflokkur (rauðar götur)
  Allar stofnbrautir og helstu tengibrautir að neyðarþjónustu og stofnbrautir í umsjón Vegagerðar. Þær götur sem njóta forgangs í snjómokstri eru stofnbrautir, helstu tengibrautir m.a. að neyðarþjónustu, strætisvagnaleiðum og fjölförnum safngötum.
 1. Þjónustuflokkur (gular götur)
  Aðrar tengibrautir og safngötur, með minni umferð, eru þjónustaðir þegar mokstri lýkur í Þjónustuflokki 1.
 2. Þjónustuflokkur (grænar götur)
  Húsagötur og fáfarnar safngötur eru ekki mokaðar nema þær séu þungfærar einkabílum eða stefni í að þær verði þungfærar og ef von er á hláku.

Hálkuvarnir

Þau svæði gatna sem eru hálkuvarin í byggðakjörnunum eru fyrst og fremst erfiðar brekkur og gatnamót. Við hálkuvarnir gatna er að jafnaði notast við saltblandað malarefni.

Þjónustuflokkar í hálkuvörnum gatna

 1. Helstu brekkur og gatnamót á stofnbrautum, tengibrautum og safngötum
 2. Brekkur og gatnamót í húsagötum

Þegar aðstæður krefjast  er notast við salt á stofn- og tengibrautir en saltblandaðan sand á húsagötur. Mögulega getur þurft að dreifa hálkuvarnarefni á allar húsagötur.

Frétta og viðburðayfirlit