mobile navigation trigger mobile search trigger
31.03.2020

Viðspyrna fyrir samfélagið í Fjarðabyggð

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar mánudaginn 30. mars voru tekin til umræðu mál sem varða viðspyrnu fyrir samfélagið vegna þeirra stöðu sem nú er uppi vegna COVID-19 faraldursins.

Viðspyrna fyrir samfélagið í Fjarðabyggð

Ljóst er að í kjölfar faraldursins þarf að huga vel að þeim leiðum sem efla viðspyrnu samfélagsins í Fjarðbyggð vegna hans. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær eftirfarandi tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar:

  1. Þjónustugjöld verði leiðrétt: Í þeim tilvikum sem þjónusta skerðist vegna samkomubanns, veikinda, sóttkvíar, gruns um smit eða af öðrum ástæðum verða gjöld fyrir viðkomandi þjónustu leiðrétt í samræmi við hlutfall skerðingar þjónustunnar. Leiðrétt verður hlutfallslega óháð því hvort ástæðan er vegna aðstöðu foreldra eða barna og verða gjöld innheimt eftirá í stað fyrirfram frá og með apríl og fram á sumar. Reikningar verða því ekki sendir út í byrjun apríl. Mun þessi ákvörðun standa fram í lok maí og verður endurskoðuð ef þurfa þykir.
  2. Frestun á greiðslu fasteignagjalda: Fjármálastjóri fær heimild til fresta gjalddögum fasteignagjalda á þessu ári fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem þess munu óska. Heimild þessi nær einnig til annara þjónustugjalda sem íbúar og fyrirtæki greiða til Fjarðabyggðar.
  3. Kort í sundlaugar og líkamsrækt: Líkamsræktar Kort í líkamsræktarstöðvum og sundlaugum framlengjast með gildistíma í samræmi við lokun þeirra starfsemi.
  4. Viðspyrna í menningarlífi og ferðaþjónustu: Bæjarráð felur viðkomandi nefndum sveitarfélagsins og starfsmönnum að vinna að útfærslu á eftirfarandi þáttum :
    1. eflingu menningar í sveitarfélaginu.
    2. samráð við ferðaþjónustuna um markaðsátak. 
    3. samráð við íþrótta- og tómstundafélög um stöðu mála á þeim vettvangi.
  5. Framkvæmdir: Farið verði yfir framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins sem liggja nú fyrir með flýtingu í huga þegar veirufaraldurinn hefur gengið yfir.
  6. Þjónustugreinar: Sérstaklega verði farið yfir stöðu þjónustugreina í sveitarfélaginu og hugað að því hvernig hægt sé að styðja við bakið á þeim greinum í Fjarðabyggð.

Hér er um að ræða fyrstu tillögur sem lagðar eru fram og eiga að stuðla að viðspyrnu fyrir samfélagið í Fjarðabyggð. Áfram verður síðan unnið að fleiri tillögum og útfærslum á næstu vikum með hag samfélagsins í Fjarðabyggð að leiðarljósi.

Frétta og viðburðayfirlit