mobile navigation trigger mobile search trigger
14.07.2020

Viðspyrna og viðbrögð Fjarðabyggðar vegna COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir Fjarðabyggð eins og samfélagið allt. Við því hefur sveitarfélagið brugðist á ýmsan hátt síðustu mánuði og mun það verða viðvarandi verkefni næstu misserin meðan í ljós kemur hversu langvinn áhrif þessi faraldur kemur til með að hafa.

Viðspyrna og viðbrögð Fjarðabyggðar vegna COVID-19

COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér verulegan kostnaðarauka fyrir Fjarðabyggð eins og samfélagið allt. Við því hefur sveitarfélagið brugðist á ýmsan hátt síðustu mánuði og mun það verða viðvarandi verkefni næstu misserin meðan í ljós kemur hversu langvinn áhrif þessi faraldur kemur til með að hafa. Hluti viðbragðanna voru lækkun þjónustugjalda í leik- og grunnskólum, aukinn kostnaður við sóttvarnir og þrif, og aukið vinnuframlag starfsmanna. Þá jókst rekstrarkostnaður Almannavarna einnig.  Er heildarkostnaður vegna þessa um 21 milljón kr.

Þá var ákveðið að ráðast í sérstakt átak til að fjölga störfum sumarstarfsmanna til að bregðast við samdrætti á vinnumarkaði og var ráðið í 60 sumarstörf umfram upphaflegar áætlanir.  Kostnaður við átakið nemur um 72 m. kr.  Auk þess var ákveðið að flýta ýmsum framkvæmdum sem áætlað hafði verið að fara í á næstu árum til að sporna við samdrætti í atvinnulífinu. Má þar nefna að ákveðið var að hefja byggingu á tveimur nýjum þjónustumiðstöðvarhúsum, á Norðfirði og á Mjóeyrarhöfn. Munu þessi hús leysa af eldri húsnæði á Norðfirði og á Reyðarfirði og voru þau auglýst til sölu og er húsnæðið á Norðfirði nú selt. Staðsetning hinna verðandi þjónustumiðstöðvarhúsa er talinn henta betur í ljósi umsvifa við hafnir þessara tveggja hverfa.  Áætlað er að húsin munu rísa á þessu og næsta ári. Þá var flýtt vinnu við endurnýjun á þaki á Réttarholti 1 – 3 á Reyðarfirði og er þeirri vinnu að ljúka nú.

Ljóst er að heimsfaraldur COVID-19 mun hafa áhrif á fjármögnun og áætlun um fjárhagsstöðu Fjarðabyggðar eins og annara sveitarfélaga hér á landi.   Gert er ráð fyrir að tekjur Fjarðabyggðar lækki um 110 milljónir kr. á árinu 2020 vegna minni framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  Er þetta komið til vegna lækkunar tekna sjóðsins sem rekja má til afleiðinga af heimsfaraldrinum.

Starfsmenn Fjarðabyggðar stóðu af ábyrgð vaktina meðan mesti þungi faraldursins var og samþykkti bæjarstjórn að veita um 4 milljónum kr. þeirra sem þakklætisvott fyrir framlag þeirra við þær erfiðu aðstæður sem sköpuðust í samfélaginu sem nýttur var til að efla starfanda og liðsheild.

Frétta og viðburðayfirlit