mobile navigation trigger mobile search trigger
11.07.2017

Viltu vera stuðningsaðili?

Rauði Krossinn leitar eftir stuðningsaðilum fyrir fjölskyldur á Reyðarfirði og Eskifirði.

Viltu vera stuðningsaðili?

Stuðningsaðilar eða leiðsögumenn hjálpa einstaklingum og fjölskyldum að rata í íslensku samfélagi. Æskilegt er að sinna verkefninu í um 4-6 klukkustundir á mánuði í eitt ár.

Á Reyðarfirði er einstæð móðir með 5 mánaða gamla stelpu og einstæð móðir með 7 ára strák (fæddur 2010) og 1 árs stelpu.

Á Eskifjörð flutti einstæð móðir með 2 stráka, 6 og 12 ára (fæddir 2011 og 2006). Fjölskyldurnar eru frá Gana og Nígeríu. 

Áhugasömum er bent á að hafa samband við þá deild sem við á:
Reyðarfjörður: olofolof@hotmail.com, sími: 690 0093
Eskifjörður: eskifjardardeild@gmail.com, sími: 895 0112

Frétta og viðburðayfirlit