mobile navigation trigger mobile search trigger
08.01.2021

Vonsku veður í nótt og á morgun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt (9. janúar) og gildir til klukkan 18:00 þann 9. janúar.

Vonsku veður í nótt og á morgun

Búist er við norðvestan stormi með 20 til 30 metrum á sekúndu, snjókomu og skafrenningi og jafnvel stórhríð þegar verst lætur. Þá geta vindhviður náð allt að 45 metrum á sekúndu á Austfjörðum þar sem veðrið verður hvað verst.

Ekkert ferðaveður verður á meðan veðrið gengur yfir og eru vegfarendur hvattir til þess að fylgjast með veðurspá á vefsíðu Veðurstofu Íslands og færð og ástandi vega á vefsíðu Vegagerðarinnar. 

Þá er íbúar beðnir að huga vel að lausamunum s.s. jólaskrauti sem víða er uppi enn þá og þá er rétt að athuga með festingar á sorpílátum, eða koma þeim í skjól á meðan veðrið gengur yfir til að koma í veg fyrir foktjón. Eigendur skipa og báta við hafnir er bent á að huga að festingum á bátum sínum við hafnir.

Eins er rétt að benda íbúum á að bíða með það fram yfir helgi að sitja jólatré út að lóðamörkum, en í næstu viku munu starfsmenn þjónustumiðstöðva aka um byggðakjarna og hirða upp þau tré sem sett hafa verið út. Móttökustöðvar fyrir sorp verða lokaðar á morgun vegna veðurs.

Frétta og viðburðayfirlit