Sorphirða fellur niður vikuna 1.-5. desember vegna breytinga. Frekari upplýsingar hér

Fara í efni

Barna- og ungmennaupplestur í Safnahúsinu Neskaupstað

Dags
8. nóvember
Kl.
13:00 - 14:00
Staðsetning
Safnahúsið í Neskaupstað
Gunnar Helgason, Ása Hlín Benediktsdóttir og Særún Hlín lesa upp úr verkum sínum í Safnahúsinu Neskaupstað laugardaginn 8.nóvember kl.13:00 - frítt inn og öll velkomin en upplesturinn höfðar sérstaklega til barna og ungmenna.
Deildu

Árleg ferð Rithöfundalestarinnar um Austurland verður 6.-9. nóvember. Í ár eru eftirtaldir höfundar í lestinni: Ásgeir Hvítaskáld sem kynnir sögulega skáldsögu um austfirska atburði sem heitir Saklaust blóð í snjó; Nína Ólafsdóttir með sína fyrstu skáldsögu, Þú sem ert á jörðu, sem hefur fengið góða dóma; Óskar Þór Halldórsson með áhugaverða bók um Akureyrarveikina og Gunnar Helgason kynnir sína nýjustu barnabók, Birtingur og símabannið mikla. Ása Þorsteinsdóttir er með nýútkomna ljóðabók, Hjartað varð eftir og Ása Hlín Benediktsdóttir kynnir bókina Hallormsstaðaskógur - söguljóð fyrir börn, sem kom út í sumar og vakti verðskuldaða athygli. Á hverjum stoppistað verða fleiri útgáfur tengdar Austurlandi kynntar og mögulega bætast fleiri rithöfundar í hópinn. Hægt er að kaupa bækurnar sem kynntar eru á staðnum.