Fara í efni

Hlýtt heimili - Fræðsla um varmadælur og styrki

Dags
3. desember
Kl.
16:00 - 17:30
Staðsetning
Gamla Kaupfélagið, Breiðdalsvík
Fræðslufundur um varmadælur og aðra valkosti í h´úshitun auk þeirra styrkmöguleika sem standa til boða fyrir íbúa á svæðum utan hitaveitu.
Deildu

Austurbrú, Búnaðarsamband Austurlands og Eygló bjóða íbúa Austurlands velkomna á fundi víða um fjórðunginn þar sem fjallað verður um varmadælur og aðra valkosti í húshitun, auk þeirra styrkmöguleika sem standa til boða fyrir heimili sem vilja spara orku og lækka rekstrarkostnað. Sérfræðingur frá Umhverfis- og orkustofnun mun halda fræðsluerindi og verkefnastjóri Eyglóar verður einnig með stutta kynningu á varmadælum. Að loknum kynningum verður tími fyrir umræður og spurningar frá fundargestum. Viðburðinn má finna hér: https://fb.me/e/3QKGOAFwM