Námskeið fyrir þá sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Farið verður meðal annars yfir grunnatriði skyndihjálpar, aðskotahlut í hálsi, endurlífgun og notkun hjartastuðtækis, bráð veikindi og slys og áverkar.
Leiðbeinandi: Jóhann Þorsteinn Þórðarson
Staðsetning: Fróðleiksmolinn, Reyðarfjörður
Dagsetning: Föstudagurinn 16. janúar 2026
Tími: kl. 13:00-15:00
Skráningafrestur: 14. janúar 2026
